157 episodis

Snorri Björns og áhugavert fólk.

The Snorri Björns Podcast Show Snorri Björns

    • Societat i cultura

Snorri Björns og áhugavert fólk.

    #152 - Bjarni Ármannsson

    #152 - Bjarni Ármannsson

    Bjarni Ármanns er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem fjárfestir í dag. Hann rekur æskuárin á Akranesi en þrálát heilahimnubólga varð til þess að hann dró sig í hlé frá sjósókn, félagslífi og fótbolta en lærði í stað þess útsaum og las bókmenntir. Í örlagaríkri útskriftarferð nokkrum árum seinna sást til Bjarna prútta á götumörkuðum í Tælandi sem varð til þess að honum var boðin staða í bankageiranum en hann vann sig hratt upp á þeim vígvelli og var orðinn bankastjóri Íslandsbanka fyrir þrítugt.
     
    Við köfum í þennan persónulega og þjóðfélagslega uppgang sem átti sér stað um aldamótin en Bjarni gerir vel grein fyrir aðstæðum sem Íslendingar bjuggu við í stöðnunarhagkerfinu hér á árum áður. Bjarni á sér viðburðarríkt líf utan vinnu en hann er fjögurra barna faðir, hefur m.a. klifið Everest, hlaupið maraþon undir þremur tímum margsinnis (54 ára!), klifið 100 hæstu tinda Íslands, 7 hæstu tinda hverrar heimsálfu og aldrei ýtt á snooze takkann.

    • 3 h 30 min
    #151 - Baldvin Þór Magnússon, besti íþróttamaður sem Íslendingar vita ekki að þeir eiga

    #151 - Baldvin Þór Magnússon, besti íþróttamaður sem Íslendingar vita ekki að þeir eiga

    Baldvin Þór er Íslandsmethafi í 1.500m, mílu, 3.000m, 5.000m og 10km - með öðrum orðum: hann á Íslandsmetið í öllum þeim greinum sem hann reynir fyrir sér í, aðeins 23 ára gamall! Fáir hafa heyrt Baldvins getið en hann flutti ungur til Bretlands og þaðan yfir til Bandaríkjanna í háskólanám á íþróttastyrk. Þrátt fyrir erfitt fyrsta ár var Baldvin valinn verðmætasti keppandinn á svæðismótum og þrefaldur svæðismeistari. Stefnan er sett á Ólympíuleikana á næsta ári og við ræðum andlegu og líkamlegu áskoranirnar sem fylgja því að keppa á efsta stigi íþrótta, æfinga- og næringahluta hlaupanna, hvað Baldvin gerir og hvað hann gerir ekki til þess að hámarka árangur og auka líkurnar á því að komast til Parísar 2024.

    • 2 h 9 min
    #150 - Einar Sigurjónsson, þráhyggja fyrir þríþraut og leiðum til að bæta sig

    #150 - Einar Sigurjónsson, þráhyggja fyrir þríþraut og leiðum til að bæta sig

    Einar ,,Latsi'' Sigurjónsson er sjúkraþjálfari með þráhyggju fyrir þríþraut. Þó áhugi þinn á þríþraut og þolíþróttum nái ekki jafn langt og Einars þá talar hann hér um hluti sem varða heilsu allra og hvernig er hægt að bæta þá/nýta sér þá til að bæta sig: fitubrennsla, nýting kolvetna, zone 2 æfingar, carbon skór og heimsmet í maraþoni, saunur, HRV og stórskemmtilegar sögur frá 7 ára IronMan ferlinum.

    • 3 h 14 min
    #149 - Bubbi Morthens

    #149 - Bubbi Morthens

    Bubbi Morthens mætir sem opin bók og ræðir áföll í æsku, uppgjör við geranda sinn áður en hann myndi falla frá, steraneyslu eftir sextugt, hversu mikil neyslan og vanlíðanin var þegar hann sprakk út í vinsældum á Íslandi, að pumpa út hundruðum laga og leyfa ekki vinsældum að stjórna sér, hvernig vinsælustu lög á Íslandi verða til, tilraunirnar til að gerast edrú og hvernig verstu dagarnir edrú eru betri en bestu dagarnir dópaður.

    • 2 h 3 min
    Kristján Gíslason: Suður-Ameríka

    Kristján Gíslason: Suður-Ameríka

    Með hvatningarorðum föðurs síns heitins: “aldrei hætta að þora” hefur Kristján Gíslason ýtt sér út af beinu brautinni og ferðast um allan heim, einn síns liðs á mótorhjóli.
    Eftir mikla farsæld í viðskiptalífinu, vinnustundir myrkrana á milli, litla samveru með börnunum sínum og ofgnótt af veraldlegum hlutum fann Kristján sig á efri árum í leit að einhverju þýðingarmeira en golfi og sportbílum.
     
    Kristján er nýkominn heim frá Suður-Ameríku þar sem hann hjólaði nokkra af sínum erfiðustu kílómetrum til þessa. Hér færðu sögustund af ævintýralegu ferðalagi Kristjáns og fólkinu sem varð á vegi hans.

    • 2 h 2 min
    Jón Gunnar Geirdal

    Jón Gunnar Geirdal

    JGG er atvinnuplöggari sem er sérlega fylginn sér. Hann hefur líklega séð og plöggað öllum bíómyndum og sjónvarpsseríum sem þú hefur heyrt af. Í þættinum ræðir hann forna tíma í útvarpi með menningarhetjum samfélagsins (Simmi, Jói, Auddi, Pétur), frasakonungs starfstitilinn og frasafræðarahlutverk hans fyrir Næturvaktina (gugga í gúmmíbát), þegar hann flutti umdeildan Jordan Belfort til landsins (“eina höggið sem ég hef tekið í mínu einyrkjabrölti”), að biðja stöðugt um hluti og hræðast ekki höfnunina (“góðar hugmyndir neita að deyja”), meistaranám í ritlist frekar en MBA, að fara frá því að horfa á sjónvarpsseríur yfir í að skrifa sjónvarpsseríur, loffaralíðan, hverju er auð-plögganlegt og hverju ekki og að missa litlu systur sína úr krabbameini.

    • 1 h 58 min

Top de podcasts a Societat i cultura

The Wild Project
Jordi Wild
LO QUE TÚ DIGAS con Alex Fidalgo
Alex Fidalgo
Cita Doble
Nuria Roca y Juan del Val
La cena de los idiotés
SER Podcast
Crims
Catalunya Ràdio
A solas... con Vicky Martín Berrocal
Podium Podcast

També et pot agradar

Eftirmál
Tal
Í ljósi sögunnar
RÚV
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen