Screenshots

Description

Í Sjónvarp Símans appinu getur þú notað Sjónvarp Símans Premium, horft á dagskrá sjónvarpsstöðva, notað Tímaflakk, séð kvikmyndir, barnaefni, sjónvarpsþætti og horft á Frelsi sjónvarpsstöðvanna í iPhone og iPad. Ekki er hægt að leigja efni beint úr tækjum með iOS stýrikerfi en hægt er að spila efni sem nú þegar er í leigu í gegnum Sjónvarp Símans og auk þess er hægt að horfa á allt efni sem er á 0 kr. í Sjónvarpi Símans.

Til að nota appið þarft þú að vera með áskrift að Sjónvarpi Símans, eða vera farsímanotandi hjá Símanum. Til að geta fullnýtt sjónvarpsáskrift þína notar þú innskráningu fyrir myndlykil og parar þar með tækið þitt við þá áskrift sem er á myndlykli. Í innskráningarferlinu færðu nánari leiðbeiningar um það hvernig þú parar appið við myndlykil Sjónvarps Símans. Hægt er að skrá allt að fimm snjalltæki á hverja sjónvarpsáskrift en aðeins eitt tæki getur spilað í einu.

Ef þú ert farsímanotandi hjá Símanum getur þú notað innskráningu fyrir farsíma og fengið aðgang að Þættir í símann sem er valið úrval af sjónvarpsþáttum úr Sjónvarp Símans Premium.
Einnig er hægt að prófa fríútgáfu af appinu með takmörkuðum eiginleikum.

Appið er hægt að nota á öllum internettengingum innanlands, WiFi, 3G og 4G. Ef horft er á efni yfir farsímakerfi (3G eða 4G) nýtir það innifalið gagnamagn á sama hátt og aðrar veitur sem bjóða upp á áhorf í snjalltækjum.

Mánaðargjald fyrir notkun apps tengt við sjónvarpsáskrift er 500 krónur fyrir allt að fimm handtæki.

What’s New

Version 2.1.2

- Bætt hegðun í sjónvarpsspilara.
- Vandamál með staðsetningarslá (seekbar) lagfærð, biðjumst afsökunar á öllum þeim augnablikum sem notendur misstu af vegna þess.
- Breyting á birtingu dagskrárgagna, núna eru dagarnir sameinaðir í einn lista og er hægt að skruna upp hann á fyrri dag eða niður fyrir þann næsta.
- Nú er hægt að skoða dagskrá á spjaldtölvum þegar tækið er á hlið (landscape), hnappur til að birta eða fela er í hægra horni spilara.
- Nú með viðbættu D-vítamíni.

Ratings and Reviews

2.3 out of 5
50 Ratings
50 Ratings
Helgi H ,

Get ekki séð áskriftarstöðvar

Get ekki skráð ipadinn minn sem “Mín tæki” því það kemur ekki upp valmöguleiki. Get því ekki séð áskriftarstöðvar mínar eins og Stöð 2 og allt frá 365.

Uppfært: Þetta kom nú allt með góðum leiðbeiningum frá Símanum

Developer Response ,

Sæll Helgi,

Endilega prófaðu að henda appinu út og setja það aftur inn, veldu svo "áskrift" og farðu í myndlykil, ýtir á menu hnappinn á fjarstýringunni, ferð í mín tæki og færð nýjan kóða til að slá inn í appið.

Athugaðu að aðeins geta verið 5 tæki skráð á hverja áskrift og mögulega þarftu að henda út einhverri gamalli skráningu.

Ef þér vantar frekar aðstoð endilega heyrðu í okkur í 8007000 og við leysum málið með þér.

Kveðja,
Síminn

Sigurjón ,

Air play

Virkar ekki úr Iphone yfir í Apple tv í gegnum Air play.

Óánægður notandi ,

Slekkur á sér í tíma og ótíma

Appið slekkur á sér í tíma og ótíma. Hending ef maður nær að horfa á þátt án þess að krassi.

Developer Response ,

Sæl/l,

Okkur þykir afar leiðinlegt að upplifun þín af appinu sé ekki nægileg góð.

Endilega heyrðu í okkur í 8007000 og segðu okkur nánar frá vandamálinu, hvaða tæki þú ert með ofl, svo að við getum nánar greint vandamálið sem er að eiga sér stað.

Kveðja,
Síminn

Information

Seller
Siminn hf
Size
41.4 MB
Category
Entertainment
Compatibility
Requires iOS 9.0 or later. Compatible with iPhone, iPad and iPod touch.
Languages
English
Age Rating
Rated 12+ for the following:
Infrequent/Mild Alcohol, Tobacco, or Drug Use or References
Infrequent/Mild Sexual Content and Nudity
Infrequent/Mild Profanity or Crude Humour
Infrequent/Mild Realistic Violence
Infrequent/Mild Cartoon or Fantasy Violence
Infrequent/Mild Horror/Fear Themes
Infrequent/Mild Simulated Gambling
Infrequent/Mild Mature/Suggestive Themes
Copyright
© 2018 Siminn
Price
Free

Supports

  • Family Sharing

    Up to six family members will be able to use this app with Family Sharing enabled.

More By This Developer

You May Also Like