iPhone Screenshots

Description

Borgaðu, rukkaðu, taktu lán og notaðu greiðslukort!
Allt þetta er hægt að gera með Aur.

Borga, rukka, skipta
Það er nóg að vita farsímanúmer þess sem þú ætlar að borga eða rukka og það kostar ekkert ef debetkort er skráð. Þegar þú færð borgað er samstundis lagt inn á bankareikninginn þinn og það kostar heldur ekkert. Notendur geta einnig skráð kreditkort og borgað með því gegn þóknun.

Aur lán
Aur lán geta verið allt að 1.000.000 kr. Sótt er um lán í Aur og það borgað út samstundis. Aur lán bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka samkeppnishæfir vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Eingöngu er hægt að borga af lánum í Aur og þar af leiðandi eru greiðslugjöld lægri en almennt þekkist. Aur lán eru veitt í samræmi við lög og reglur um neytendalán til einstaklinga sem standast sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur Aurs.

Aur kort
Aur kortið er fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert árgjald. Sótt er um kortið í Aur og auðvelt er að fylla á kortið í appinu. Með Aur kortinu er hægt að greiða fyrir verslun á Netinu og taka út aur í hraðbönkum hér heima og erlendis. Allar kortafærslur eru sýnilegar í appinu auk þess sem hægt er að loka kortinu tímabundið, stilla úttektarheimildir, sækja PIN númer og fá tilkynningar um notkun. Allir einstaklingar eldri en 18 ára geta sótt um Aur kort sem gefin eru út í samstarfi við Borgun og MasterCard.

Aur posi
Aur breytir farsímanum í posa og hægt er að rukka og fá greitt fyrir alla vöru og þjónustu. Hentar vel fyrir pop up verslanir og smærri söluaðila.

Aur er fyrir alla farsímanotendur, það skiptir engu máli hjá hvaða banka eða símafyrirtæki þeir eru.

Nánari upplýsingar um Aur má sjá á www.aur.is.

What's New

Version 2.1.1

Eitt af því skemmtilegasta sem að við gerum er að þróa Aur appið og gera það alltaf betra og betra.
Þessi uppfærsla er engin undantekning, en hún inniheldur minniháttar lagfæringar til að bæta upplifun Aur notenda.

Ratings and Reviews

3.6 out of 5

5 Ratings

5 Ratings

Best í heimi

Potter fan #1

Get ekki með orðum lýst hversu mikil snilld appið er. Ákveðin bylting íslensks samfélags í raun.

Alveg meðetta

ivarorn

Fallegt og einfalt app

Þægilegasta app í heimi

R.G.Guð.

Ég get ekki líst því hversu mikið Aur hefur auðveldað vinahópnum lífið. Engar skuldir, ekkert vesen. Gæti ekki verið aurveldara 🎉

Information

Seller
Stokkur Software ehf.
Size
19.4 MB
Category
Finance
Compatibility
Requires iOS 9.0 or later. Compatible with iPhone, iPad, and iPod touch.
Languages
English, Icelandic
Age Rating
Rated 4+
Copyright
© 2016 Aur app ehf.
Price
Free

Supports

  • Family Sharing

    With Family Sharing set up, up to six family members can use this app.

More By This Developer

You May Also Like