57 episodes

Hlaðvarp um heilsu og vellíðan. Bent Marinósson ÍAK einkaþálfari fær til sín áhugaverða gesti til að ræða heilsu og heilsutengd málefni.

Heilsumál - hlaðvarp um heilsu og vellíðan‪.‬ Pixelmedia

    • Health & Fitness

Hlaðvarp um heilsu og vellíðan. Bent Marinósson ÍAK einkaþálfari fær til sín áhugaverða gesti til að ræða heilsu og heilsutengd málefni.

    Stafrænt ofbeldi og starfrænar áskoranir ungmenna - Kolbrún Hrund

    Stafrænt ofbeldi og starfrænar áskoranir ungmenna - Kolbrún Hrund

    Viðmælandi þáttarins er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. Hún er verkefnastýra jafnréttisskóla Reykjavíkur, en hann sér um allt sem snýr að jafnréttis- og kynheilbrigðismálum í skólum í skólum og frístundarstarfi Reykjavíkurborgar. Kolbrún stýrir einnig þverfaglegu ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar sem styður við starfsstaði þegar upp koma ofbeldismál og þá sérstaklega sem tengjast óæskilegri kynhegðun og kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi.
    Kolbrún nefnir í þættinum mímörg dæmi um þann harða raunveruleika sem blasa við ungmennum í dag.

    • 26 min
    Slakaðu á fullkomnunarólinni með GETMO (Good Enough To Move On)

    Slakaðu á fullkomnunarólinni með GETMO (Good Enough To Move On)

    Í þessum þætti fer Bent yfir ákveðna aðferðarfræði við framkvæmd verkefna eða daglegra athafna sem má kallast GETMO, en það er skammstöfun á Good Enough To Move On. Þeir sem þekkja fullkomnunaráráttu að einhverju leyti vita hversu hamlandi það fyrirbæri er. GETMO hefur verið fín lausn fyrir marga og endilega kíktu á það!

    • 11 min
    Yfir 200 þekktar veirur orsaka kvef hjá okkur mannfólkinu

    Yfir 200 þekktar veirur orsaka kvef hjá okkur mannfólkinu

    Kvef er einn algengasti kvillinn sem herjar á okkur mannfólkið. Það eru þekktar yfir 200 tegundir veira sem orsaka kvef hjá okkur mannfólkinu. Algengt er að börn fái kvef 6-10x á ári og að meðaltali fá fullorðnir kvef um 4x á ári. Kvef læknast yfirleitt af sjálfu sér og þurfum við að gefa ónæmiskerfinu tækifæri á að kljást við veiruna.

    • 12 min
    Er leikur og gleði mikilvæg fyrir heilsuna? - Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi

    Er leikur og gleði mikilvæg fyrir heilsuna? - Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi

    Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi á Reykjalundi er gestur okkar í þessum þætti. Í þættinum bendir Hrefna á mikilvægi þess að hafa gaman og að leika sér, rannsóknir sýna fram á það vísindalega að það hafi góð áhrif á líðan og heilsu. Hrefna bendir einnig á að of lítill tími aflögu geti haft slæm áhrif á lífsgæði okkar en vegna þess að það er mikilvægt fyrir okkur að hafa eitthvað fyrir stafni þá geti það haft jafn slæm áhrif að hafa of mikinn tíma - sérstaklega þegar okkur skortir tilgang. Að hafa tilgang, leika sér og hafa gaman er meginefni þáttarins.

    Styrktaraðili þáttarins er RB rúm, rbrum.is

    • 50 min
    Helstu vítamín - yfirlit

    Helstu vítamín - yfirlit

    Í þessum þætti skoðum förum við yfir helstu flokka vítamína, þeas C og B vítamín annarsvegar og hinsvegar A, D, E og K vítamín. Við förum stuttlega yfir í hvaða fæðu þessi vítamín eru og hvernig skortseinkenni lýsa sér.

    • 18 min
    Innsæið og kraftur náttúrunnar - Heiðrún María

    Innsæið og kraftur náttúrunnar - Heiðrún María

    Heiðrún María er gestur okkar í dag. Í þættinum ræða þau Bent og Heiðrún María m.a. töfra þess að njóta náttúrunnar, vatnsins, kuldans og ná stjórn á eigin hugsunum og líkama. Einnig ræða þau seiglu, viðbrögð okkar, taugakerfið og margt annað spennandi og skemmtilegt.

    Styrktaraðili er RB rúm, rbrum.is

    • 1 hr 7 min

Top Podcasts In Health & Fitness

Huberman Lab
Scicomm Media
Feel Better, Live More with Dr Rangan Chatterjee
Dr Rangan Chatterjee: GP & Author
On Purpose with Jay Shetty
iHeartPodcasts
Passion Struck with John R. Miles
John R. Miles
Ten Percent Happier with Dan Harris
Ten Percent Happier
The Peter Attia Drive
Peter Attia, MD